Jólasveinar í Into the Glacier

Sjáumst í jólaskapi uppá jökli í desember!

Upplifðu ógleymanlega jólagleði með fjölskyldunni í stærstu manngerðu ísgöngum heims! Alla sunnudaga fram til áramóta munu fjörugir jólasveinar taka á móti gestum Into the Glacier og búa til sannkallaða hátíðarstemningu í ísgöngunum!

Þegar þú bókar ferð eftirfarandi dagsetningar munu jólasveinarnir taka vel á móti ykkur uppá Langjökli: 

  • 26. nóvember
  • 3. desember
  • 10. desember
  • 17. desember
  • 24. desember
  • 25. desember
  • 31. desember

Into the Glacier ísgöngin eru staðsett í aðeins 2 tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta er því kjörin leið til að verja deginum með fjölskyldunni í aðdraganda jóla og skapa góðar jólaminningar í hjarta jökulsins ❄️

Upplýsingar um viðburðinn á ensku.