
Ísgöngin sem staðsett eru í 1260 metra hæð á Langjökli veita einstakt tækifæri til þess að skyggnast inn í þann hulda heim sem ísinn geymir. Í ferðinni er veitt almenn fræðsla um jökla, mikilvægi þeirra og áhrif á náttúru Íslands.
Keyrðar eru ferðir á sérhæfðum trukkum sem flutt geta stóra jafnt sem smáa hópa auk þess eru snjósleðaferðir einnig í boði.