Gjafabréf Into the Glacier

Gefðu einstaka upplifun í jólagjöf!
Ferð í ísgöngin í Langjökli er skemmtileg gjöf sem gleður jafnt unga sem aldna.

 

https://intotheglacier.is/wp-content/uploads/2018/01/7V2A0877_preview-1.jpeg

Ísgöngin sem staðsett eru í 1260 metra hæð á Langjökli veita einstakt tækifæri til þess að skyggnast inn í þann hulda heim sem ísinn geymir. Í ferðinni er veitt almenn fræðsla um jökla, mikilvægi þeirra og áhrif á náttúru Íslands.

Keyrðar eru ferðir á sérhæfðum trukkum sem flutt geta stóra jafnt sem smáa hópa auk þess eru snjósleðaferðir einnig í boði.

https://intotheglacier.is/wp-content/uploads/2018/03/Krauma_sunset_1920-1.jpg

Eftir ferðina er svo hægt að nýta sér þá góðu aðstöðu sem Húsafell hefur að geyma en þar er meðal annars að finna glæsilegan veitingastað Hótel Húsafells og sundlaug þar sem tilvalið er að skola af sér ferðarykið.

Í nágrenni Húsafells er svo heilsulindin Krauma spa sem staðsett er við Deildartunguhver

https://intotheglacier.is/wp-content/uploads/2016/04/itg-hemmi-lq-july-2019-24-700x467.jpg

Gjafabréfin má nálgast á skrifstofu Into the Glacier að Klettagörðum 12, 104 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á  info@intotheglacier.is eða í síma 578 2550.